Fréttir

Körfubolti | 8. apríl 2006

Haukar Íslandsmeistari

Haukastelpur voru krýndar Íslandsmeistari í gær eftir sigur á Keflavík 81-77 og þar með einvígið 3-0.  Haukastelpur byrjuðu leikinn betur en Keflavík náði að jafna leikinn og komast yfir í þriðja leikhluta. Haukar voru svo sterkari á lokasprettinum og höfðu sigur.  Viljinn virtirst vera meiri hjá Haukum í þessu einvígi og eru þær vel að titilinum komnar í ár.

Stigahæst hjá Keflavík var Lakiste Barkus með 33 stig og næst kom Birna Valgarðs. með 19 stig. Þá átti Kara góðan leik og var með 17 fráköst. Keflavíkurliðið er mjög ungt og efnilegt og kemur svo sannalega reynslunni ríkari til leiks á næsta tímabili. Mikið er af ungum stelpum að koma upp og framtíðin svo sannalega björt hjá liðinu.  Áfram Keflavík