Fréttir

Körfubolti | 9. desember 2005

Haukar Powerade meistarar 2005

Haukastelpur unnu sannfærandi sigur á okkar stelpum rétt í þessu í Digranesi. Haukar eru því Powerade-meistarar 2005. Jafnt var á flestum tölum allt fram í  4. leikhluta þar sem Haukar stungu af. . Kesha Tardy átti stórleik og gekk Keflavík erfiðlega ráða við hana . Kesha skoraði 28 stig í leiknum og það sem meira er hún tók 24 fráköst!!  7 sóknar og  17 varnarfráköst. Þar sem Keflavík átti í vandræðum undir körfunni leituðu þær mikið að skotum fyrir udan sem ekki gengu upp. Þær tóku alls 36  þriggja stiga skot og hittu aðeins úr 7 sem gerir 19,4 % hittni.  Lokatölur 77-63 fyrir Hauka. Við óskum Haukastelpum til hamingju með titilinn. 

Stigahæst var Birna Valgarsdóttir með 20 stig, Bryndís  skoraði 10 stig og Rannveig 8 stig.  Reshea Bristol átti  dapran dag og skoraði aðeins 8 stig.

Tölfræði.

.