Fréttir

Körfubolti | 8. mars 2006

Haukar skoruðu 115 í sigri á Keflavík í kvöld

Keflavík tapaði í kvöld fyrir Haukum í næst síðustu umferð Iceland Express deildar kvenna, 72-115. Keflavík er því undir í baráttunni við Grindavík um annað sætið í deildinni en liðin mætast í síðustu umferðinni í Grindavík 15 mars.

Janfræði var með liðunum í byrjun leiks en Haukar voru þó með nauma forustu allt fram í byrjun 2. leikhluta þegar La Barkus setti niður 3 þrista á stuttum kafla. Slæmur kafli seinni hluta leikhlutans þar sem Keflavík skoraði ekki stig í langan tíma, náðu Haukastelpur góðu forskoti og leiddu í hálfleik 42-55.
Stigahæst í fyrri hálfleik var Larkist Barkus með 20 stig og Birna kom næst með 8 stig.
Seinni hálfleikur var svipaður og sá fyrri en besti leikmaður Keflavíkur La Barkus átti erfitt uppdráttar í sókn og skoraði aðeins 4 stig í  þriðja leikhluta. Staðan eftir þriðja leikhluta var 61-81 og 20 stiga forusta Hauka því staðreynd. Mahoney var óstöðvandi og komin með 32 stig að loknum leikhlutanum og 44 stig í leiknum öllum.

Fjórði leikhluti var aðeins formsatriði fyrir Hauka því munurinn orðin of mikill. Haukastelpur voru miklu betri í kvöld og vantaði talsvert upp á leik Keflavíkur og því mikil vinna framundan hjá liðinu að stilla saman strengina fyrir úrslitakeppnina sem fram undan er. Það verður að segjast að þetta var sennilega lélegast vörn sem spiluð hefur verið í Íþróttahúsinu í langan tíma. Að fá sig 115 stig og það á heimavelli segir allt sem segja þarf.

Stigahæstar voru La Barkus með 25 stig og Birna 14 stig.