Haukastelpur bikarmeistarar í skemmtilegum leik
Keflavík tapaði í dag fyrir Haukum 77-78 í frábærum körfuboltaleik. Sami stigamunur var á liðunum í hálfleik, 42-43 en liðið skiptust á að hafa forustu í leiknum. Keflavík var með betri nýtingu bæði inní teig sem og fyrir utan en vítanýting liðsins var ekki nægilega góð ( 60% ) sem varð liðinu að falli undir lok leiks. Spennan var í algleymingi, ein sekúnda var til leiksloka og staðan þannig að Kesha gat jafnað leikinn í 78-78 með því að hitta úr báðum vítaskotunum því brotið hafði verið á henni og Keflavík komið með skotrétt. Fyrra vítið fór framan á hringinn en það síðara niður og staðan því 78-77.
Það var frábær stemming á leiknum og sjaldan sem eins vel hefur verð mætt á bikarúrslitaleik kvenna. Smá taugarspenna var í byrjun leiks því Haukar skoruðu fyrstu 6. stigin. Keflavíkurstelpur komust þó fljótlega inní leikinn og jöfnuðu 10-10 og komust í 26-24 með körfu frá Bryndísi þegar 1. leikhluta lauk. Bryndís var allt í öllu hjá Keflavík í fyrsta leikhluta og svo sannalega tilbúin í verkefni dagsins. Það var boðið upp á sömu spennuna í öðrum leikhluta og forustan sjaldan meira enn 1-3 stig.
Stelpurnar heldu áfram að spila vel í þriðja leikhluta en Haukastelpur komust upp með að spila mjög fast. Dómarar leiksins leyfðu leiknum að ganga ágætlega, sem auðvitað er skemmtilegra fyrir áhorfendur. Staðan að loknum 3. leikhluta var 60-60.
Haukastelpur byrjuðu 4. leikhluta að nokkrum krafti og náður 6. stiga forustu og fór um stuðningsmenn Keflavíkur. Stelpurnar komu sér þó aftur unn í leikinn og Bryndís jafnaði 74-74. Keflavíkingar fengu svo boltan aftur en Pálina stal boltanum, skoraði og fékk villu að auki. Eins og áður sagði átti Kesha möguleika á að jafnað leikinn þegar um 1. sek. var eftir.
Frábærum bikarúrslitaleik lokið og stelpurnar geta verið stoltar af framistöðu sinni í leiknum. Þær áttu allar mjög góðan leik og gáfu sig allar 100% í verkefni dagsins. Til að vinna svona leiki þarf alltaf smá skammt af heppni og hún var ekki okkar megin í dag.
Bryndís, María, Svava, Kesha áttu allar mjög góðan leik og Kara spilaði góða vörn og tók 10 fráköst.
Stelpurnar, Jonni og Aggi mega vera stolt af liðinu sínu og leiknum sjálfum. Í mínu huga er Keflavík með besta lið landsins og aðeins vantaði smá heppni undir lok leiks til að bikarmeistaratitillinn væri geymdur í íþróttahúsinu við Sunnubraut næsta árið. Áfram Keflavík.
Til hamingju Haukastelpur með bikarinn.