Haukastelpur voru betri á lokasprettinum
Keflavík tapaði fyrir Haukastelpum, 80-77 í kvöld en leikið var að Ásvöllum. Birna var stigahæst með 31. stig en Svava var einnig drjúg, setti niður 6. þrista í leiknum og var með 22.stig. Hrönn Þorgrímsdóttir kom svo næst með 11.stig og Pálína var með 8.stig. Ingibjörg lék ekki með í kvöld.
Gestirnir úr Keflavík voru grimmari í byrjun en hittnin brást þeim svo að Haukar náðu forystu. Keflavíkurkonur héldu samt sínu striki og náðu 11:6 forystu en þá tók þjálfari Hauka leikhlé og stillti strengina. Það dugði til að halda sjó en tvær þriggja stiga körfur Svövu Ósk Stefánsdóttur dugðu til að Keflavík héldu forskotinu til leikhlés, 19:26..
Keflavíkurkonur máttu vita að þeim dygði ekki að reyna halda fengnum hlut enda gengu Hafnfirðingar á lagið og söxuðum niður forskotið jafnt og þétt, minnst í þrjú stig áður en Keflavíkingar tóku við sér og höfðu 35:46 í hálfleik en þar af fengu þeir 15 af sínum 20 stigum í öðrum leikhluta úr þriggja stiga skotum.
Bæði lið komust á skrið eftir hlé og munurinn hélst í kringum tíu stig framafn af en harkan jókst þó eitthvað, því bæði lið fundu að allt gat gerst . Tveir af bestu leikmönnum Keflavíkur, Svava Ósk Stefánsdóttir sem var drjúg við þriggja stiga körfur og Pálína Gunnlaugsdóttir driffjöður í spilinu, fengu sínar fjórðu villu. Þegar Birna Valgarðsdóttir fékk sína þriðju var ljóst að Haukakonur gætu fært sér það í nyt. Sú varð raunin því Keflvíkingar gerðust heldur varkárir á meðan Haukar minnkuðu forskotið úr tólf stigum niður í eitt, 62:63, þegar flautað var til leikhlés.
Þrátt fyrir að margir leikmenn væru komnir með fjórar villur er leið á fjórða leikhluta drógu þeir ekkert úr baráttunni sov að leikurinn varð spennandi. Liðin skiptust á um að vera yfir en á lokasprettinum tókst Haukastúlkum að einbeita sér enn betur, finna smugur í vörn Keflavíkur og vinna loks 80:77. Af mbl.is