Fréttir

Karfa: Karlar | 9. desember 2010

Hefnd gegn Tindastól

Keflvíkingar náðu fram hefndum í kvöld þegar Tindastólsmenn mættu í annað sinn í Toyota Höllina á skömmum tíma og knúðu fram baráttusigur, en lokatölur leiksins voru 82-76. Sigurinn var þó aldrei öruggur og var mikil baráttugleði í Tindastólsmönnum, sem ætluðu svo sannarlega ekki að gefa Keflvíkingum eitt eða neitt í þessum leik. Keflvíkingar leiddu í hálfleik með 6 stiga mun. Þegar 4. leikhluti var hálfnaður benti margt til þess að Keflvíkingar myndu landa sigri í leiknum. Tindastólsmenn komu þó til baka og jöfnuðu leikinn 73-73. Það var þó skynsemi Keflvíkinga sem réði því að Tindastóll komst ekki lengra í leiknum. Góður sigur eftir slæma útreið í síðasta leik.

Lazar Trifunovic var nýr maður frá fyrri leik og skoraði 27 stig og hirti 11 fráköst. Hörður Axel skoraði 23 og hirti 9 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Gunnar Einarsson skoraði 12 stig. Hjá Tindastól var Hayward Fain með 22 stig og 11 fráköst. Sean Cunningham skoraði 19 stig og hirti 7 fráköst.

Keflvíkingar sitja um þessar mundir í 3. sæti deildarinnar með 14 stig. Næsti og síðasti leikur fyrir jól verður á útivelli gegn Grindavík þann 16. desember næstkomandi.