Fréttir

Hefur þú áhuga á því að kaupa tvískiptan Keflavíkurbúning?
Karfa: Hitt og Þetta | 21. janúar 2013

Hefur þú áhuga á því að kaupa tvískiptan Keflavíkurbúning?

Stuðningsmönnum Keflavíkur býðst nú tækifæri á að fjárfesta í tvískiptum Keflavíkurbúning frá Henson. Annar helmingur búningsins er hvítur en hinn blár og þannig er heima- og útivallarbúningurinn sameinaður í einum. Fáist fleiri en 20 manns til að kaupa umræddan búning mun Henson slá verulega af verðinu og selja stykkið á aðeins 5000 kr.!

Það þarf vart fjölyrða um hversu gott verð það er enda kosta treyjur slappra liða í enska fótboltanum t.d. í kringum 15.000 kr. Þetta er því gjöf en ekki gjald!

Þeir sem hafa áhuga á svona treyju er bent á að hafa samband við Pétur Orra Gíslason, sem fer fyrir hópi stuðningsmanna sem lagði í þessa vegferð. Síminn hjá kauða er 848-6118 en Pétur Orri mun sjá um pantanir og sjá til þess að treyjurnar komi til Keflavíkur.

Mynd: Treyjan eins og hún mun koma til með að líta út.