Fréttir

Karfa: Konur | 21. júlí 2011

Helga Rut Hallgrímsdóttir semur við Keflavík

Kvennalið Keflavíkur fékk öflugan liðstyrk í dag þegar ljóst var að Helga Rut Hallgrímsdóttir hafði ákveðið að færa sig um set frá Grindavík yfir til Keflavík. Helga er uppalin Grindvíkingur og hefur leikið með Grindavík allan sinn feril. Helga er fædd árið 1987 og á síðustu leiktíð með Grindavík skoraði hún að meðaltali rúm 12 stig í leik og hirti tæp 11 fráköst. Þetta er mikill fengur fyrir kvennalið Keflavíkur eftir að Bryndís Guðmundsdóttir sagði skilið við félagið fyrir nokkrum vikum síðan, en vonir standa til að Helga muni fylla rækilega í skarð Bryndísar.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur býður Helgu velkomna til Keflavíkur og vonandi mun hún blómstra með félaginu í vetur.

 

Helga Rut Hallgrímsdóttir og Hermann Helgason stjórnarmaður kless'ann fyrr í dag (mynd: vf.is)