Helgi Jónas tippar á sigur sinna manna
Eins og flestir körfuboltaáhugamenn vita hóf Helgi Jónas Guðfinnsson tímabilið í vetur sem þjálfari Keflavíkur en þurfti frá að hverfa af heilsufarsástæðum á miðju tímabili. Síðan þá hefur hann verið að einbeita sér að annarskonar þjálfun en hann bæði þjálfar og þróar hið geysiöfluga og vinsæla „Metabolic“ þjálfunarkerfi. Heimasíða Keflavíkur heyrði aðeins í kappanum og spurði hann út í seríuna við Hauka og framhaldið.
Hvernig lýst þér á leikinn í kvöld?
Ég held að þetta verði mjög svipað og í síðast leik, jafn og spennandi leikur en ég held samt að Keflavík vinni þetta með 8-12 stigum. Varnarlega þarf Keflavík að reyna að halda aftur af Alex og láta hann hafa fyrir hlutunum. Einnig þurfa þeir að passa upp á Hauk og Kára því ef þeir komast í gang þá getur þetta orðið erfitt. Sóknarlega þá á Keflavík bæði Damon og Gumma inni frá síðasta leik og eiga þeir báðir eftir að stíga upp í næstu leikjum. Davon þarf að byrja að spila frá fyrstu mínútu og leiða sóknarleikinn ásamt Damon en það opnar leikinn fyrir hina leikmennina.
Hefur þú eitthvað verið að fylgjast með Keflavíkurliðinu í vetur eftir að þú þurftir að hætta?
Já, ég hef fylgst með öllum leikjunum þeirra.
Hvernig metur þú möguleika Keflavíkurliðsins í þessari úrslitakeppni?
Ég tel að öll liðið eigi góða möguleika en þá verður allt að ganga upp. KR eru sigurstranglestir en þeir hafa verið að sýna veikleikamerki undanfarið sem hefur gefið hinum liðunum sjálfstraust um að það sé hægt að vinna þá. Það var búið að ákveða í haust að þetta væri keppni 11 liða og svo væri KR.
Mynd: Helgi Jónas á hliðarlínunni fyrr í vetur. Myndin er fengin frá www.karfan.is - skemmtilegustu vefsíðu landsins.