Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 3. febrúar 2012

Hellingur af körfubolta - Leikjadagskrá helgarinnar

Fjórir flokkar Keflavíkur verða í eldlínunni um helgina þegar 3. umferð fjölliðamóta yngri flokka á Íslandsmótinu heldur áfram.

Unglingaflokkur kvenna hefur helgardagskránna í kvöld kl. 18.30 þegar lið Snæfells heimsækir Toyotahöllina. Unglingaflokkur karla á síðan leik á sunnudag í Ljónagryfjunni kl.15.30 gegn geysisterku liði UMFN.

Loks lýkur helginni með sannkölluðum stórleik þegar lið KFÍ mætir Keflvíkingum í Toyotahöllinni í undanúrslitum Poweradebikar karla kl. 19.15. Segja má að Keflvíkingar séu í dauðafæri á að komast í úrslitaleikinn í Laugardagshöll þetta árið, og nú ríður á að menn komi einbeittir til leiks. Þrátt fyrir að lið KFÍ leiki í 1. deild hafa þeir haft mikla yfirburði í vetur og sigla hraðbyri upp í úrvalsdeild á nýjan leik, þannig að það verður ekkert gefið í þessum slag. 

Dagskrá fjölliðamóta helgarinnar, 3. umferð:

Minnibolti 11. ára drengja leikur á heimavelli í Toyotahöllinni í A-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar

7. flokkur stúlkna fer á Flúðir þar sem þær leika í A-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar

9. flokkur drengja leikur á Ásvöllum í Hafnarfirði í A-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar

10. flokkur stúlkna  leikur í Grindavík í A-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar

 ÁFRAM KEFLAVÍK :)