Fréttir

Karfa: Karlar | 28. mars 2009

Hetjulegri baráttu lokið

Einn svakalegasti köfuboltaleikur sem fram hefur farið á Íslandi fór fram í kvöld er Íslandsmeistarar Keflavíkur féllu úr leik eftir hetjulega baráttu. Leikinn þurfti að fjórframlengja og gátu okkar menn í nokkur skipti klára leikinn.  Helstu vandræði okkar voru villuvandræði enda fengu Gunnar Einarsson, Sverrir Þór, Sigurður Gunnar og  Jonni 5.villur í leiknum.

Nánar um leikinn á karfan.is

Tölfræði leiksins.

Myndir úr leiknum

Strákarnir fundu svo sannlega taktinn í kvöld og áttu fullt erindi í KR-inga á þeirra eigin heimavelli.  Liðið er ungt og mun koma sterkara til leiks á næsta ári. Við gerum ráð fyrir að halda öllum okkar leikmönnum og ungu strákarnir koma reynslunni ríkari eftir að hafa spilað stórt hlutverk í vetur. Nú þegar hafa Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Þröstur Leó og Hörður Axel samið við okkur til næstu tveggja ára.  Árangurinn er góður þó við í Keflavík sættum okkur aldrei við neitt annað en titla. Áfram Keflavík.

Það var fast tekið á Sigga í kvöld. (mynd karfan.is)