Fréttir

Karfa: Hitt og Þetta | 3. september 2008

Hjólað með gesti ljósanætur í Kína-hjólum

Karfan tekur af fullum krafti þátt í ljósanótt eins á ávallt og í ár verður skemmtileg nýjung í boði. Hún felst í því að leikmenn ætla að hjóla með gesti ljósanætur á sérstökum 3 hjólum.  Hjólin eru oft kölluð Kína-hjól enda notuð sem leigubílar þar í landi.  Margir kannast við svona hjól úr Nova auglýsingum þar sem Björn Jörundur situr í aftursætinu og geta tveir farþegar fengið rúnt um bæinn í einu. Rukkað verður fyrir rúntinn og allir peningar eru að sjálfsögðu til styrktar reksturs deildarinnar í vetur.   Hægt er að nýta sér þessa skemmtilegu nýjung á milli 13.00 og 20.00 á laugardaginn

 

 

 

Sölutjaldið okkar verður svo á sínum stað á Kóda-planinu og þar verður ýmislegt í boði eins og ávalt.  Þar verður m.a. hægt að kaupa sér kaffi og vöflur með rjóma ásamt mörgu öðru. Einnig verður hægt að kaupa vatn sem Jón Ólafsson gaf körfunni fyrir nokkru.  Nokkur fyrirtæki hafa keyft af okkur í stórum stíll og viljum við hvetja fleirri fyrirtæki að gera slíkt hið sama. 

Stelpurnar ætla að afgreiða í skómarkaðanum sem staðsettur er í Stapafellshúsinu og hljóta í staðinn styrk sem rennur í deildina.´

Nú er um að gera að taka þátt í gleðinni og styrkja um leið Íslandsmeistarana okkar.  Til hamingju með Ljósanótt árið 2008.

Smári karfan@keflavik.is