Fréttir

Höfum æft ákveðið og stíft - Stutt viðtal við Michael Craion
Karfa: Karlar | 25. janúar 2013

Höfum æft ákveðið og stíft - Stutt viðtal við Michael Craion

Á sunnudaginn kl. 15.00 í Toyotahöllinni mun Keflavík taka á móti nágrönnum sínum úr Grindavík í 4-liða úrslitum Poweradebikarsins. Búast má við harðri viðureign og ljóst að bæði lið munu gefa allt í leikinn. Keflvíkingar munu án efa nýta sér styrk Michael Craion til hins ítrasta en hann hefur verið burðarstólpi liðsins það sem af er vetri og átt hvern stórleikinn af fætur öðrum undanfarið. Þannig leiðir kappinn Keflavík í stigaskorun, fráköstum og vörðum skotum en hann hefur skorað 22 stig, tekið 13.5 fráköst og varið 2 skot að meðaltali í leik í vetur. Sannkallað ofurmenni!

Hvernig hefur undirbúningurinn verið fyrir leikinn og hvað þurfum við að gera til að fara með sigur af hólmi?
Við höfum æft ákveðið og stíft og menn hafa verið að þrýsta á hvorn annan að spila betri vörn því vörnin mun skila sigri í þessum leik. Með því að bæta vörnina og koma í veg fyrir að lið fái fleiri en eina tilraun í sókn er það sem mun leiða okkur til sigurs í þessum leik og keppninni allri.

Hvernig hefur reynslan verið á lífinu á Íslandi?
Reynsla mín hér hefur verið góð hingað til. Ég kann vel við mig á Íslandi. Byrjunin hjá okkur var erfið vegna allra leikmannaskiptanna en ég held að við séum á réttri leið og liðið er að verða betra svo það mikill plús á þessum tímapunkti. Utan vallar geri ég nú mjög lítið, ég horfi mikið á kvikmyndir og sef.

Mynd: karfan.is