Höldum í Garðabæinn í kvöld
'I kvöld stefnum við Keflvíkingar á að halda sigurgöngu okkar í deildinni áfram er við mætum spræku liði Stjörnunnar í Garðabæ. Stjarnan eru nýliðar í deildinni en hafa farið nokkuð vel af stað og eru sem stendur í 6.sæti deildarinnar með 6 stig, jafnmikið og Njarðvík og Snæfell, en Stjarnan hefur leikið einum leik meira.
Þeir unnu meðal annars glæsilegan sigur á Njarðvíkingum í þarsíðasta leik í Ljónagryfjunni í Njarðvík, sem gárungar útí bæ eru farnar að kalla Kisukassann eftir dapurt gengi nágranna okkar undanfarið. EInnig stóðu Garðbæingar einnig vel í KRingum í síðasta leik en misstu þá frá sér á lokasprettinum.
Stjörnumenn hafa fengið nokkra sterka leikmenn til liðs við sig fyrir veturinn eins og Dimitar Karadzovski frá Skallagrími, Sævar Haralds frá Haukum, Fannar Helga frá 'IR og sterkan kana í Maurice Ingram. Sá byrjaði af miklum krafti gegn KR, en fór fljótlega úr honum pústið. Spurning hvernig honum reiðir af gegn Keflavíkurhraðlestinni.
Leikurinn í kvöld hefst kl 19:15 og hvetjum við alla stuðningsmenn Keflavíkur að taka smá fimmtudagsrúnt inní Garðabæ í kvöld og sjá flottan körfubolta, og styðja okkar menn til sigurs.
ÁFRAM KEFLAVÍK!