Hópurinn til Madeira í fyrramálið
Keflavíkurliðið heldur til Madeira í fyrramálið til að leika seinni leikinn í 16 liða úrslitum EuroCup Challange. Heimaleikurinn fór ekki eins og við vildum og fer því liðið með 21 stig tap í ferðalagið. Madeiraliðið er geysisterkt og valinn maður í hverri stöðu. Til að Keflavík komist áfram i næstu umferð þarf því liðið að vinna útileikinn með 22 stigum. Liðið fer í leikinn til að gera betur en í síðasta leik og markmiðið er að sjálfsögðu sigur. Leikurinn hefst kl 20.30 og er þá ekki tímamismunurinn tekinn með.
Keflavíkurliðið kemur svo aftur til landsins á föstudagskvöld og þá er komið að langþráðu jólafríi sem að margra mati er of stutt þetta árið. Því næsti leikur liðsins í deildinni er á móti Njarðvík 30. des.
Lappenranta mætir á sama tíma EBBC Tulip frá Hollandi á heimavelli, en Tulip vann fyrri leikinn með 2 stigum 104-102. Stigahæstur hjá Lappeenranta var danski vinur okkar Chris Christofersen með 23 stig og. Chris gekk nýlega til liðs við Lappenranta frá Bakken Bears eftir að Bakken komst ekki upp úr sínum riðli.