Fréttir

Karfa: Karlar | 2. október 2010

Hörður Axel endurnýjar samning

Hörður Axel Vilhjálmsson endurnýjaði á dögunum samning sinn við Keflavík og er sá samningur til 2ja ára. Því er ljóst
að Hörður Axel verður næstu 2 keppnistímabil hjá Keflavík.

Hörður Axel var einn af lykilmönnum Keflavíkur á síðasta tímabili og var hann með 17.2 stig að meðaltali í leik. Hann
hefur bætt sig mikið sem leikmaður undanfarin ár og eru miklar vonir bundnar við hann á komandi keppnistímabili.
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur óskar Herði til hamingju með nýja samninginn og óskar honum velfarnaðar á
komandi keppnistímabilum hjá Keflavík.


 


Við undirritun samnings. Hörður Axel Vilhjálmsson og Margeir Elentínusson, Formaður KKD Keflavíkur.