Hörður Axel íþróttamaður Keflavíkur
Hörður Axel Vilhjálmsson var kjörinn íþróttamaður Keflavíkur fyrir árið 2010 í gærkvöldi, en þetta er annað "árið" í röð
sem að Hörður Axel hlýtur þessa viðurkenningu.
Í umsögn um Hörð Axel segir:
Hörður Axel hefur tekið miklum breytingum frá því að hann lék fyrst með Keflavík. Hann er fyrirmynd ungu
kynslóðarinnar, utan vallar sem innan. Hann var lykilleikmaður Keflavíkurliðsins á síðasta tímabili og var liðið
hársbreidd frá Íslandsmeistaratitli. Oddaleikur í úrslitaeinvíginu var háður í Keflavík, en hann tapaðist eins og
frægt er orðið.
Hörður Axel Leggur mikið á sig til að bæta sig sem leikmaður og stundar morgunæfingar af fullum krafti, oft
eins síns liðs. Þrátt fyrir að liðið hafi ekki halað inn titlum á leiktíðinni, er Hörður Axel verðugur handhafi
þessarar tilnefningar. Hann var valinn í Stjörnulið KKÍ fyrir hönd landsbyggðarinnar á dögunum í netkosningu.
Það er enn ein vottunin á því að strákurinn hefur stimplað sig inn sem einn af sterkustu leikmönnum Íslands í
körfuknattleik.
Hörður Axel hefur sýnt mikinn vilja í að ná langt og á að baki sem atvinnumaður þrátt fyrir ungan aldur. Hann
á einnig að baki 16 A landsliðsleiki fyrir Íslandshönd á árunum 2007-9 og mun eflaust vera framtíðar landsliðsmaður
Íslands en landsliðið var ekki starfandi árið 2010 vegna skorts á fjármunum.
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur óskar Herði til hamingju með þessa viðurkenningu, en það er mikill heiður að
hafa þennan afreksmann í Keflavík.