Fréttir

Karfa: Karlar | 8. júlí 2011

Hörður Axel kveður Keflavík

Hörður Axel Vilhjálmsson hefur ákveðið að kveðja herbúðir Keflvíkinga, en hann skrifaði undir 3 ára samning við þýska úrvalsdeildarliðið Mitteldeutschen BC á dögunum.

Hörður Axel hóf feril sinn hjá Fjölni, en gekk til liðs við Njarðvíkinga á 2007-2008 tímabilinu. Eftir það tímabil gekk hann til liðs við Keflavík og hefur svo sannarlega blómstrað í bítlabænum. Hann hefur verið máttarstólpi Keflavíkurliðsins síðustu 3 tímabil og vaxið gríðarlega sem leikmaður. Það eru vissulega blendnar tilfinningar að horfa á eftir Herði, þar sem missirinn er mikill. Þó er einkar ánægjulegt að vita til þess að drengurinn sé að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennsku og mun hann án efa standa sig vel í framtíðinni.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur óskar Herði velfarnaðar á komandi árum í Þýskalandi og þakkar honum fyrir þau ár sem hann blómstraði með Keflavík.

 

Hörður Axel Vilhjálmsson (mynd: karfan.is)