Hörður Axel spilar með Keflavík í vetur
Hörður Axel Vilhjálmsson hefur ákveðið að leika með Íslandsmeisturum Keflavíkur á næsta tímabili. Hörður er uppalinn hjá Fjölni en spilaði með Njarðvík á síðasta tímabili og var með 12.5 stig og 5. stoðsendingar í leik. Hörður var með 15. stig með Fjölni tímabilið 2006-2007.
Ég var búinn að semja til tveggja ára við Melina en þeir ráku mig og sögðu að ég væri ekki klár fyrir þessa deild. Fyrra árið átti að vera þannig að ég æfði og ferðaðist með liðinu og á seinna árinu myndi ég spila,“ sagði Hörður og er vitanlega mjög ósáttur við niðurstöðuna.
Hörður segir Melina fara á bak orða sinna en skömmu áður en honum var sagt upp hafði þjálfari liðsins sýnt honum skilning á því að Hörður þyrfti tíma til að aðlagast aðstæðum. ,,Þjálfarinn sagði að það myndi taka mig tíma að venjast þessu hérna og að það lægi ekki á neinu hjá honum en viku síðar kallar hann mig inn á skrifstofu og rekur mig bara. Það er einfaldlega búið að stinga mann ágætlega í bakið hérna,“ sagði Hörður í viðtali við karfan.is
Hörður er góð viðbót við leikamannahóp Keflavíkur og á eftir að vaxa sem leikmaður undir stjórn Sigurðar Ingimundarssonar.
.