Hörður Axel Vilhjálmsson til Keflavíkur
Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson hefur ákveðið að leika með Íslandsmeisturum Keflavíkur á næsta tímabili. Hörður er uppalinn hjá Fjölni en spilaði með Njarðvík á síðasta tímabili og var með 12.5 stig og 5. stoðsendingar í leik. Hörður var með 15. stig með Fjölni tímabilið 2006-2007. Hann er þvi mikill happafengur fyrir Keflavík enda ein efnilegasti leikmaður landsins. Leikmannahópur liðsins verður því vel skipaður á næsta tímabili enda mikið af efnilegum leikmönnum ásamt reynsluboltunum Gunnari Einarsyni og Jóni Norðdali í hópnum.
Velkominn til Keflavíkur Hörður.