Hörður til Melilla á Spáni
Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson hjá Keflavík hefur gert tveggja ára samning við spænska B-deildarfélagið Melilla. Þetta staðfesti Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari og þjálfari Keflavíkur við Vísi í morgun.
Spænska B-deildin í körfubolta, eða Gulldeildin eins og hún er kölluð, er gríðarlega sterk og því er þetta mikil áskorun fyrir Hörð Axel. Melilla hafnaði um miðja deild á síðustu leiktíð.
Þessi tíðindi eru þó líklega ekki eins góð fyrir Íslandsmeistara Keflavíkur, en Hörður gerði samning við félagið í lok síðasta mánaðar eftir að hafa spilað eitt tímabil fyrir Njarðvík. Hann var áður á mála hjá Fjölni.
Vísir náði tali af Sigurði Ingimundarsyni sem staddur er í Litháen, en hann sagði að þó þetta væri vissulega blóðtaka fyrir Keflavíkurliðið - fagnaði hann því að Hörður fengi tækifæri til að reyna sig í atvinnumaður í sterkri deild.
Frétt af visir.is
Ekkert verður því af því að Hörður leiki í Keflavíkurtreyjunni í vetur þó engin viti hvað síðar verði. Heimasíðan óskar Herði alls sins besta með nýja félaginu og mun við að sjálfsögðu fylgast vel með honum í vetur. Arnar Freyr ákvað á dögunum að söðla um og leika með Grindavík á næsta tímabili og gekk Hörður til liðs við liðið í framhaldi af því. Það var þó vitað að Hörður hefði mikin áhuga á að leika erlendis sem að varð svo raunin. Eins og staðan er í dag mun því Sverrir Þór stjórna leik liðsins á næsta tímabili ásamt yngri leikmönnum liðsins.