Hörku leikir hjá 10. flokki drengja um helgina
Fyrsti leikur mótsins var sannkallaður stórleikur við núverandi Íslandsmeistara Breiðabliks. Drengirnir hafa spilað 3 leiki
við Breiðablik á
En þá settu strákarnir í lás í vörninni og unnu
fyrsta leikhluta. Strákarnir bættu við forystuna í öðrum leikhluta og
gekk lítið hjá strákunum og Breiðablik gekk á lagið. Þeir jöfnuðu fljótlega og komust yfir, staðan 38-43 Blikum í vil.
allsráðandi.
í 53-49 fyrir lokamínútuna.
komust ekki lengra. Lokastaðan 53-52.
Næsti leikur á laugardeginum var gegn nágrönnunum úr Njarðvík. Þessi lið hafa einu sinni mæst í vetur og þá
hafði Njarðvík nokkuð öruggan sigur. Þessi leikur fór jafnt af stað en Njarðvík var alltaf skrefi á undan, staðan
eftir 1. leikhluta 21-17 Njarðvík í vil. Í öðrum leikhluta var nánast jafnt á öllum tölum og staðan því í hálfleik 3
7-32, Njarðvík jók muninn um 1 stig í leikhlutanum. Í þriðja leikhlutanum komu Njarðvíkingar grimmir til leiks og náðu
um tíma 12 stiga forskoti, 55-43, en drengirnir náðu aðeins að klóra í bakkann fyrir lok leikhlutans og leiddi
Njarðvík því með 9 stigum, 57-48. Í fjórða leikhlutanum hitnuðu drengirnir vel ásamt því að loka vel á Njarðvík.
Þeir settu eina 3 þrista í leikhlutanum og unnu hann 21-9. Lokastaðan því 66-69 Keflavík í vil.
Fyrsti leikurinn á sunnudeginum var gegn KR. Þetta er í annað sinn sem Keflavík spilar við KR og tapaðist fyrri
leikurinn gegn þeim. Drengirnir komu grimmir til leiks og náðu fljótlega 14-7 forystu. KR náði þó að klóra í
bakkann í leikhlutanum og endaði hann 15-14 Keflavík í vil. Í öðrum leikhlutanum voru drengirnir ívið slakari
og tókst KR að komast yfir með því að skora 2 þrista undir lok leikhlutans og staðan því í hálfleik 31-32 KR í vil.
Þriðja leikhlutanum vilja strákarnir örugglega gleyma sem fyrst. Hvorki gekk né rak í sókn né vörn og KR-ingar
gengu á lagið. KR vann leikhlutann 20-6 og ekki mikið að gerast á vellinum hjá drengjunum.
Í síðasta leikhlutanum reyndu drengirnir hvað þeir gátu til að ná muninum niður en tíminn var ekki nægur og því
var tap, 51-59, gegn KR því staðreynd.
Síðasti leikur mótsins var svo gegn ÍBV sem hafði ekki unnið leik í þessu móti. Drengirnir voru ákveðnir í að
bæta fyrir tapið fyrr um daginn og komu því grimmir til leiks. Staðan eftir fyrsta leikhluta 19-13 Keflavík í vil.
Í öðrum leikhluta hertu þeir enn frekar tökin og juku muninn jafnt og þétt allan leikhlutann. Staðan að honum
loknum 46-30 og drengirnir komnir með þægilega forystu. Þriðji leikhlutinn var nokkuð jafn og skiptust liðin á að skora.
Staðan að honum loknum 58-44. Í fjórða leikhlutanum var eins og drengirnir væru hættir því þeim tókst ekki að
skora fyrstu 5 mínúturnar og meðan gekk ÍBV á lagið og minnkaði muninn. Skoraði ÍBV 11 stig í röð og skyndilega
komin spenna í leikinn, 58-55. Drengirnir tóku þá aðeins við sér og settu 4 stig í röð og við það var allur vindur úr ÍBV.
Lokatölur 63-58
Heilt yfir eru mikil batamerki á leik liðsins frá því fyrir áramót en alltaf má bæta sig.
Það stefnir því í spennandi loka umferðir hjá drengjunum, fyrst helgina 21-22 mars og svo úrslitakeppnin 17-18 apríl.
Stigaskor og vítanýting frá helginni.
Leikmaður UMFN Víti BREIÐABLIK Víti KR Víti ÍBV Víti Bjarki Valdimarsson 0 0/0 0 0/0 1 1/2 2 0/0 Daníel Gylfason 12 1/2 0 0/0 7 2/6 10 1/2 Ragnar G. Albertsson 2 0/0 4 0/0 3 0/0 3 1/2 Michael Andras. 0 0/0 0 0/0 0 0/0 0 0/0 Ólafur Elí Newman 0 0/0 0 0/0 0 0/0 0 0/0 Sævar Eyjólfsson 9 2/2 3 1/5 15 1/2 7 1/1 Andri Daníelsson 12 4/6 6 0/0 14 2/3 3 0/0 Ísak Ernir Kristinsson 0 0/0 0 0/0 0 0/0 0 0/0 Andri Þór Skúlason 23 5/5 21 4/6 5 3/4 28 3/3 Guðni Freyr Oddsson 0 0/0 0 0/0 0 0/0 0 0/0 Hafliði Már Brynjars 11 0/0 19 1/2 6 0/0 10 0/0 0 0/0 0 0/0 0 0/0 0 0/0 Heildarskor 69 12/15 (80%) 53 6/13 (46%) 51 9/17 (53%) 63 6/8 (75%)
Kv. Elentínus G. Margeirsson