Hörkuleikur í Keflavík í kvöld
Keflavík mætir Störnunni úr Garðabæ í kvöld í 8. umferð Iceland Express. Okkar menn töpuðu naumlega fyrir Grindavík í síðustu umferð og Stjarnan náði að hrella Kr-inga með góðum leik. Gunnar Einarsson var frá í síðasta leik vegna meiðsla en verður með í kvöld. Þröstur verður frá fram að áramótum en hann gekkst undir aðgerð fyrir stuttu.
Allir í Toyotahöllina í kvöld, ÁFRAM KEFLAVÍK.