Hraðlestin af stað
Leikurinn sem við erum búnir að vera að bíða eftir kom í gær, þegar Keflavík sigraði BK Riga og komst þar með afram í 16 liða úrslit. Reyndar var ekki nóg að vinna leikinn því við þurftum að vinna upp 18 stiga sigur þeirra úti. Það tókst og gott betur því sigur upp á 31 stig var staðreynd í leikslok.
Leikurinn var annas hin besta skemmtun og Keflavíkurliðið mætti strax í upphafi með það hugarfar að berjast allt til enda. Fyrstu stig Keflavíkinga létu þó heldur bíða eftir sér og Riga komst í 0-5. Það var í eina skipti í leiknum sem þeir voru yfir í. Keflavík náði að spila mjög hraðan leik sem er leikur sem hendar liðinu mjög vel. Allt annað var að sjá til Zlatko sem vaknaði hressilega til lífsins, reif niður fráköst, bjó sér til plás í teignum og lét ekki ýtta sér til og frá eins oft áður. Vegna þess forskots sem Riga hafði úr fyrri leiknum þá urðum við að vinna hvern leikhluta með sirka 5 stigum. Það tókst strax í fyrsta leikhluta og gott betur því staðan eftir hann var 30-19 og allir leikmenn liðsins að spila vel. Gunnar Stefánson áttu ævintýralega flautu körfu úr erfiðu færi í lok fyrsta leikluta Og munurinn jókst jafn og þétt og forskot Rigamanna varð að engu í hálfleik þar sem við vorum komnir með 1 stig í plús. AJ sem hafði verið að stiga upp úr meiðslum átt stórleik í sókninni. Magnús Gunnarson átti líka nokkur skemmtileg gegnumbrot og Gunnar Einarsson kom sterkur inn af beknum .Arnar Freyr Jónsson var óstöðvandi og skoraði 10 stig á síðustu mínútunum fyrir hálfleik en þegar liðin héldu inn í klefa var staðan 60-40.
Maður heyrði það samt í hálfleik að stuðningsmenn voru minnugir þess að Keflavík hafði fram að þessu átt afleita þriðja leikhluta í keppninni. Samtals tapað þriðja leikhluta í leikjunum þremur með með 39 stigum. En það var ekki svo í þessu leik því liðið hætti aldrei að berjast og munurinn héld áfram að aukast. Zlatko átti frábæran seinni hálfleik og skoraði 16 stig og 2 þrista úr tveimur tilraunum. AJ virtist líka geta skorað þegar hann vildi og ef hann náði ekki að brjótast í gegn og skora þá var brotið á honum. Hann skoraði 17 stig af 20 tilraunum af vítalínunni. Munnrinn hélt áfram að aukast og okkar menn komnir með 7 stiga forustu samanlagt úr leikjunum tveimur. Staðan eftir þriðja leikhluta 84 -58.
Keflavík helt áfram að berjast og slóu hvergi af enda farnir að sjá fyrir sér 16-liða úrslitin. Þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka var staðan 114-84 og áhorfendur staðnir upp og vel með á nótunum. Lokatölur 121-90 og frábær 31 stiga sigur í höfn. Samanlagt 12 stigum meira heldur en til þurfti.
Stemmingin í húsinu var frábær og 100 stuðningsmenn frá Lettlandi mættir á svæðið. Stuðningsmenn Keflavíkur voru frábærir og studdu vel við bakið á liðinu. Auðvita hefði maður vilja sjá fleirri áhorfendur á svona leik enda eru fáir leikir eins skemmtilegir og Evrópuleikir. Áhorfendur voru eitthvað um 700-800 á leiknum í gær.
Þetta var sigur liðsheildar og liðið sem heild að spila frábærlega. AJ sem er lang stigahæstur úr riðlakeppninni og er líka með flest fráköst átti eins og áður sagði frábæran leik. Zlatko sýndi loksins hvað hann getur, var grimmur í fráköstum, og skilaði sínum stigum niður. Magnús sem skoraði ''aðeins'' tvær þriggja stiga körfur var næst stigahæstur með 20 stig. Arnar Freyr var mjög góður og leik félaga sína vel uppi og skoraði að auki 16 stig. Gunnar Einarson sem ekki hafði sýnt sitt besta í vetur skoraði 14 stig og var mjög góður. Sverrir Þór spilaði rosalega vörn og barðist um hvern bolta. Gunnar Stef. skoraði mikivæg stig, Jonni kom leiknum af staði með því að skora fyrstu stiginn og spilaði fanta vörn en lendi í villu vandræðum. Halldór átti góða innkomu í fyrrihálfleik og sýndi að hann er alveg tilbúinn í svona leiki.
Keflavík mætir liðið sem við þekkjum vel í 16 liða úrslitum, CAB Madeira frá Portugal. Við skoðum það mál seinna, því næst þarf að einbeita sér í að vinna Njarðvík í Laugardalshöll í kvöld kl. 20.30.
Áfram Keflavík.