Fréttir

Hraðmót suðurnesjadrengja í 7. og 8. flokki.
Karfa: Yngri flokkar | 4. desember 2016

Hraðmót suðurnesjadrengja í 7. og 8. flokki.

Um helgina komu saman körfuboltadrengir í 7. og 8. flokki Keflavíkur, Njarðvíkur og Grindavíkur og tóku hraðmót þar sem leikfyrirkomulagið var heldur óvenjulegt.
Þjálfarar drengjanna, hjá félögunum þremur, skiptu þeim upp í sex lið þar sem drengir frá hverju félagi voru saman í liði.

Öll liðin léku tvo leiki í sínum riðlum og svo var hópnum skipt í tvö lið og tekinn einn langur leikur á milli "austur- og "vesturstrandar" þar sem austurströndin sigraði með þriggja stiga mun. 

Deginum lauk svo á að fara í einn "stinger", eða leikinn Skjóta úr. 

Keflavíkurdrengirnir og þjálfari vilja þakka dómurum og liðstjórum sem aðstoðuðu við framkvæmdina.

Áfram Keflavík !