Hræringar í leikmannamálum
Við sögðum frá því um daginn að Elentínus Margeirsson hefði tekið sér frí frá körfubolta um tíma. Okkur grunaði að það yrði ekki langur tíma enda Elli verið að koma sterkur inn í vetur. Elli er sem sagt kominn aftur í hópinn og verður vonandi með okkur í allan vetur.
Einn kemur og annar fer, því nú hefur Davíð Jónsson ákveðið að hætta með liðinu. Davíð sem býr og starfar í Reykjavík hefur ákveðið nóg sé komið af körfubolta í bili enda talsvert tímafrekt að keyra á milli í leiki og æfingar. Við þökkum Davíð fyrir sitt framlag til körfunar í Keflavík og vonandi á hann eftir að spila meira með Keflavík seinna meir.
Davíð í leik á móti Grindavík.