Fréttir

Karfa: Konur | 23. apríl 2010

Hrund Jóhannsdóttir í raðir Keflvíkinga

Hrund Jóhannsdóttir hefur ákveðið að ganga til liðs við kvennalið Keflavíkur og var samningur þess efnis undirritaður
á dögunum. Hrund spilaði með Valsstúlkum á yfirstöðnu tímabili, en þær féllu niður um deild. Vonast er til að Hrund
komi til með að styrkja kvennalið Keflavíkur á næsta tímabili, en þær voru á köflum mjög vængbrotnar í fráköstum
undir körfunni. Hrund er fædd 1987 (23 ára) og var að afkasta 9,7 stigum og 9,7 fráköstum í leik á yfirstöðnu
tímabili með Val. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur býður Hrund velkomna til Keflavíkur.



Margeir Elentínusson, formaður KKDK, og Hrund Jóhannsdóttir skrifa undir samninginn