Humarsúpa og fl. til sölu á Ljósanótt
Karfan í Keflavík hefur undanfarinn ár verið með sölubás á planinu við Kóda. Í ár verður glæsilegt framboð og m.a. til sölu humarsúpa, pulsur, gos, fjölbreytt úrval að sælgæti og ljósum. Salan er mikilvægur þáttur í rekstri deildarinnar og leikmenn meistaraflokkanna ásamt stjórn deildarinnar sjá um söluna. Sölubásinn hefur í gegnum árin sett skemmtilegan svip á daginn og margir sem koma við og heilsa upp á okkur. Láttu sjá þig á Ljósanótt og kíktu við í sölubás okkar við Kóda :)