Fréttir

Körfubolti | 12. júlí 2006

Hvað er að gerast í körfunni?

Nú þegar sumarfrí er í fullum gangi hjá okkar í Keflavík er samt nóg að gerast. Keflavík ákvað snemma í sumar að taka þátt í Evrópukeppninni fjórða árið í röð. Eins og allir vita þá er það krefjandi verkefni og þar koma margir við sögu, stjórn, leikmenn, stuðningsmenn og styrktaraðilar okkar.  Drátturinn fer fram í Þýskalandi 8. ágúst og okkar menn verða að sjálfsögðu á staðnum og flytja okkur fréttir hér á heimasíðunni um leið ljóst er hvaða lið við mætum.  Breyting er frá síðasta ári en nú verða aftur 4. lið í riðli.

Nokkrir mikilvægir þáttir eru í þessu öllu saman. Kostnaðurinn er talsverður við að taka þátt í Evrópukeppninni og þar koma stuðningsmenn og styrkaraðilar við sögu. Golfmótið á morgun í Leirunni er td. hluti af fjáröflun okkar og því mikilvægt að stuðningsmenn fjölmenni og taki þátt.  Einnig er hugmynd uppi um að halda haustfagnað í byrjun móts en það verður auglýst þegar nær dregur.

Stuðningsmannaklúbbur Keflavíkur hefur verið starfræktur lengi og er mjög mikilvægur þáttur í okkar starfi. Meðlimir í honum eru með sérmerkt  sæti niðri við gólf, veitingar í hlé í öllum leikjum og fl.  Einnig er veisla haldin í B-sal í heimleikjum í Evrópukeppninni fyrir meðlimi og hefur það gert mikla lukku.  Við viljum samt gera betur og óskum í raun eftir hugmyndum frá ykkur um hvað má gera betur.  Það er mjög mikilvægt að allir sem sitja niðri borgi í klúbbinn því hann er mikilvæg tekjulind. Nokkur sæti eru laus og er um að gera fyrir þá sem áhuga að hafa samband við Bigga Braga í síma 8619313.

Í annar frétt hér neðar á síðunni er frétt um landsliðsverkefni leikmanna okkar og er þar af nægu að taka. Undirbúningur liðsins er þó í fullum gangi en fer að alvöru af stað þegar nær dregur móti.  Fyrsti leikur okkar í Iceland Expressdeild karla er á móti silfurliði Skallagríms á okkar heimavelli.  Þar eigum við harma að hefna eftir óvæntan ósigur í síðast leik okkar í vor.

Leikmannamál okkar eru að mestu á hreinu enda allir staðráðnir í að gera betur en á síðasta tímabili. Enn er óljóst með Elentínus Margeirsson en líklegt þykir að hann verði með okkur í vetur. Einnig er ekki ljóst hvað Gunnar Stefánsson mun gera enn hann er á leið í Háskóla Reykjavíkur. Við eigum marga efnilega stráka sem æfa með liðinu í sumar og líklegt að einhver af þeim fá tækifæri með liðinu í vetur.

Kanamálin eru í fullri vinnslu og færum við ykkur fréttir um leið og eitthvað liggur ljóst fyrir.

Leikmannahópur Keflavíkur í dag:

Arnar Freyr Jónsson
Jón Norðdal Hafsteinsson
Magnús Þór Gunnarsson
Sverrir Þór Sverrisson
Jón Gauti Jónsson
Sigurður Gunnar Þorsteinsson
Þröstur Léo Jóhansson
Halldór Örn Halldórsson
Gunnar Einarsson