Hvað verður um erlendu leikmenn okkar?
Mikið hefur verið um það rætt í fjölmiðlum hvort körfuknattleiksliðin muni senda erlendu leikmenn sína heim. Nú þegar hafa ÍR-ingar, Snæfellingar og Blikar tekið þá ákvörðun. Ástæðan er versnandi aðstæður í þjóðfélaginu ásamt óhagstæðu gengi krónunar. Engin ákörðun hefur verið tekinn af hálfu Keflavíkinga en með liðunum tveim leika 3. erlendir leikmenn.
Það er alveg ljóst, að ef kreppir að í rekstri deildarinnar munu allar leiðir verða skoðaðar til að tryggja reksturinn. Rekstur deildarinnar hefur verið í góðu jafnvægi síðustu árin enda árangur liðsins frábær. Bæði lið okkar hömpuðu Íslandsmeistaratitli á síðasta tímabili og kvennaliðið er ný orðið Powerade-bikarmeistari. Við horfum bjartsýn fram á veginn og erum þess fullviss að styrkaraðilar okkar muna árfam styðja við bakið á okkur. Enda má segja að oft hafi verið þörf en nú er nauðsyn. Allir þurfa að standa saman um framtíð Keflavikur. Stuðningsmenn spila þarna líka stórt hlutverk, því með því að mæta á heimaleiki liðsins eru þeir að styðja við bakið á liðinu tekjulega.
Bæði liðin okkar eru ákaflega vel skipuð íslenskum leikmönnum og ef svo færi að erlendu leikmenn liðsins myndu yfirgefa liðið er engin ástæða til að örvænta.
Munum bara að hvernig sem þetta allt saman fer, að styðja lið okkar nú sem aldrei fyrr. Áfram Keflavík.
Áhorfendamet var slegið í Toyotahöllinni á síðasta tímabili.