Hverjir verða Deildarmeistarar árið 2006
Það verður risaslagur í Sláturhúsinum á fimmtudagskvöldið þegar barist verður um deildarmeistaratitilinn árið 2006. Keflavík er núverandi Deildarmeistari og að sjálfsögðu Íslandsmeistari en Njarðvíkingingar voru síðast deildarmeistarar árði 2001 eins og sést töflu hér að neðan.
Keflavík hefur verið á mjög góðu róli í siðustu leikjum og aðeins tapað 2. leikjum eftir áramótin. Annar leikurinn var bikarleikur gegn Grindavík og hinn útileikur gegn Skallagrím. Keflavík virðist því vera að toppa á réttum tíma og kemur í ljós að þáttaka okkar í Evrópukeppninni tekur sinn toll. Í heild er liðið búið að tapa 16 leikjum á tímabilinu ef öll mót eru tekinn með og er 6 af þessum leikjum gegn Njarðvík. Þarna er því með leikir sem kallast æfingaleikir og leikir þar sem liðið var ekki fullmótið.
Heimasíðan tók saman þessa töflu um Deildar-og Íslandsmeistara síðustu 5. árin.
Deildarmeistari |
2. sætið |
Íslandsmeistari | |
2001 |
Njarðvík |
Tindastóll |
Njarðvík |
2002 |
Keflavík |
Njarðvík |
Njarðvík |
2003 |
Grindavík |
Keflavík |
Keflavík |
2004 |
Snæfell |
Grindavík |
Keflavík |
2005 |
Keflavík |
Snæfell |
Keflavík |
Sigri fagnað eftir síðasta leik á móti Njarðvík.