Fréttir

Karfa: Konur | 2. júlí 2010

Ingibjörg Jakobsdóttir til Keflavíkur

Ingibjörg Jakobsdóttir skrifaði í gær undir 2ja ára samning við kvennalið Keflavíkur. Ingibjörg lék með Grindavík á síðustu leiktíð en sleit krossbönd snemma á tímabilinu, sem gerði það að verkum að hún lék ekki meira með liðinu. Ingibjörg er öll að koma til í meiðslum sínum og gert er ráð fyrir að hún verði búin að ná sér að fullu þegar næsta leiktíð hefst.

Ingibjörg er nýorðin tvítug, 173 cm á hæð og á að baki 12 A-landsleiki með kvennalandsliði Íslands. Einnig hefur hún spilað með 18 ára og 16 ára landsliðunum. Hún mun koma til með að styrkja kvennaliðið í baráttunni næstu tímabil. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur vill bjóða Ingibjörgu velkomna til félagsins og óskar henni velfarnaðar á næstu misserum.

 


Ingibjörg Jakobsdóttir (mynd: kki.is)