Fréttir

Ingunn Embla framlengir
Karfa: Konur | 18. maí 2013

Ingunn Embla framlengir

Keflvíkingar framlengdu í dag samningi við hina bráðefnilegu Ingunni Emblu Krístínardóttur sem lék stórvel í hlutverki leikstjórnanda hjá Keflavíkurstúlkum í vetur. Ingunn Embla sem átti frábært tímabil með bikar-, deildar- og Íslandsmeisturunum í vetur er aðeins 17 ára og á því sannarlega framtíðina fyrir sér en stúlkan var á dögunum valin efnilegasti leikmaður Keflavíkurstúlkna í vetur. 

Ingunn Embla er þessa dagana að æfa með A-landsliði kvenna sem undirbýr sig fyrir keppni á Smáþjóðaleikunum. Þá er Ingunn nýkomin frá Norðurlandamótinu þar sem U-18 ára stúlkurnar í Íslandi urðu í 2. sæti. Þar gerði hún sér lítið fyrir og var valin í úrvalslið mótsins en hún leiddi mótið í stigum að meðaltali í leik með tæp 18 stig. Þá var hún önnur í fráköstum með 9,3 að meðaltali og önnur í stoðsendingum með 3.3. slíkar á leik. Sannarlega frábær árangur!

Mynd: Ingunn Embla ásamt nýkjörnum formanni Keflavíkur, Fali Harðarsyni, við undirskrift í dag.