Fréttir

Ingunn Embla semur til tveggja ára
Karfa: Konur | 15. apríl 2014

Ingunn Embla semur til tveggja ára

Ingunn Embla Kristínardóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Keflavík. Ingunn Embla er ein efnilegasta körfuknattleikskona landsins og átti hún mikinn þátt í velgengni liðsins á tímabilinu 2012-2013 þar sem Keflavík vann alla þá titla sem í boði voru. Á nýliðnu tímabili lék Ingunn ekki með Keflavíkurliðinu þar sem hún var ófrísk af sínu fyrsta barni sem kom í heiminn í upphafi árs.

Ingunn hefur þegar hafið æfingar á ný og verður stúlkan tilbúin í átökin á næsta tímabili. Körfuknattleiksdeild Keflavíkur er ánægð með að hafa endurheimt Ingunni Emblu aftur á völlinn enda eru miklar væntingar gerðar til hennar á komandi árum.

Mynd: Falur Harðarson, formaður KKDK, og Ingunn Embla Kristínardóttir brostu sínu breiðasta eftir undirritun.