Ingunn, Sara, Bryndís, Pálína og Magnús í landsliðið
Þjálfarar A-landsliðanna í körfubolta hafa valið þá 12 leikmenn sem munu leika fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum sem hefjast í 26. maí næstkomandi og fara fram í Lúxemborg. Keflvíkingar eiga fimm fulltrúa sem verða með í för. Þetta eru þær Sara Rún Hinriksdóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir hjá kvennaliðinu og Magnús Þór Gunnarsson hjá körlunum.
Þeir leikmenn sem skipa landslið karla og kvenna eru eftirfarandi:
Landslið kvenna:
Pálína Gunnlaugsdóttir · Keflavík
Sara Rún Hinriksdóttir · Keflavík
Ingunn Embla Kristínardóttir · Keflavík
Bryndís Guðmundsdóttir · Keflavík
Hildur Sigurðardóttir · Snæfell
Hildur Björg Kjartansdóttir · Snæfell
Kristrún Sigurjónsdóttir · Valur
Hallveig Jónsdóttir · Valur
Petrúnella Skúladóttir · Grindavík
Gunnhildur Gunnarsdóttir · Haukar
Helena Sverrisdóttir · Good Angels Kosice, Slóveníu
María Ben Erlingsdóttir · Saint Gratien, Frakklandi
Sverrir Þór Sverrisson – Þjálfari
Anna María Sveinsdóttir – Aðstoðarþjálfari
Landslið karla:
Hörður Axel Vilhjálmsson · MBC, Þýskalandi
Finnur Magnússon · KR
Brynjar Þór Björnsson · KR
Ægir Þór Steinarsson · Newberry
Axel Kárason · Værlöse
Jóhann Árni Ólafsson · Grindavík
Ragnar Nathanaelsson · Hamar
Elvar Már Friðriksson · Njarðvík
Justin Shouse · Stjarnan
Martin Hermannsson · KR
Magnús Þór Gunnarsson · Keflavík
Jón Ólafur Jónsson · Snæfell
Pétur Már Sigurðsson – Þjálfari
Arnar Guðjónsson - Aðstoðarþjálfari
Mynd fengin að láni hjá Víkurfréttum.