Fréttir

Körfubolti | 30. september 2003

Intersport-deildin orðin að stökkpalli inn í NBA?

Greinilegt er að leikmenn Intersport-deildarinnar eru færir í flestan sjó:

  • Jón Arnór frá KR og til Dallas Mavericks með smá stoppi í Þýskó
  • Robert O'Kelley kominn í leikmannahóp Memphis Grizzlies þrátt fyrir að hafa ekki verið nógu góður fyrir Hamar í Hveragerði.  . . .  enda gera Hamarsmenn kröfur
  • Logi kominn í fyrstu deildina í Þýskó og hver veit hvert hann fer þaðan . . .
  • Damon kominn til Spánar . . . er í topp málum
  • Brenton fór til Frans en er kominn "heim" aftur . . .
  • Og slatti af efnilegum strákum að sprikla í Bandaríkjunum . . .
  • Og fullt af feitum Íslendingum að spila körfubolta í Danmörku

Það er ljóst að leikmönnum Intersport-deildarinnar eru allir vegir færir, hvort sem þeir eru íslenskir eða útlenskir eða eitthvað bland af þessu . . . Sem sagt, Topp Deild! Nú hljóta bestu útlendingarnir að flykkjast til Fróns, ef tveir fyrrum leikmenn deildarinnar komast í NBA á þessu ári . . . kannski það gerist nú á hverju ári héðan í frá? Kannski full mikil bjartsýni . . . .

Sá grái