ÍR enginn hindrun í baráttunni um toppsætið. 6.leikir eftir af móti
Keflavík sigraði í kvöld ÍR í Seljaskóla í Iceland Express-deild karla. 77-88. Keflavík er því áfram með 2. stiga forustu á toppnum en KR sigraði Njarðvík í kvöld.
Leikurinn var fór rólega af stað og ÍR-ingar náðu snemma forustunni. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 26-20 fyrir heimamenn. Í 2. leikhluta spilaði liðið frábæra vörn sem skilaði sér í því að ÍR skoraði aðeins 13. stig í leikhlutanum öllum. Staðan í hálfleik 39-46.
Keflvíkingar komu ákveðnir til leiks eftir hlé, minnugir því að í 3. leikhluta hefur liðið oft slakað heldur mikið á. Forustan var á tímabili 20. stig og að leikhlutanum loknum var staðan 57-73.
Heimamenn náðu að saxa aðeins á forskotið í lokinn en sigurinn var aldrei í hættu og þægilegur 11.stiga sigur staðreynd. Mikilvægur sigur á erfiðum heimavelli en næsti leikur verður einnig alvöru leikur, því þá heimsækjum við næst efsta lið deildarinnar, KR.
B.A spilaði vel í kvöld og skoraði 20.stig og næstur honum kom Siggi sem var mjög góður í kvöld og setti niður 9 af 11 skotum sínum inní teig. Tommy var með 13. stig og Arnar var mjög sprækur og er greinilega að komast í sitt besta form. Arnar skoraði 10. stig og var með 6. stoðsendingar. Með 10. stig var einnnig Susnjara en hann tók einnig 7. fráköst.
Mynd: Jón Björn Ólafsson
Staðan í deildinni.
|
Lið |
Leikir |
Stig |
1. |
Keflavík |
16 |
28 |
2. |
KR |
16 |
26 |
3. |
Grindavík |
15 |
22 |
4. |
Skallagrímur |
16 |
20 |
5. |
Njarðvík |
16 |
16 |
6. |
Snæfell |
15 |
14 |
7. |
ÍR |
16 |
12 |
8. |
Tindastóll |
15 |
12 |
Leikir sem Keflavík á eftir:
Fös. 15.feb.2008 19.15 DHL-Höllin, KR - Keflavík
Sun. 17.feb.2008 19.15 Keflavík, Keflavík - Stjarnan
Fös. 29.feb.2008 19.15 Hveragerði, Hamar - Keflavík
Fim. 6.mar.2008 19.15 Keflavík, Keflavík - Tindastóll
Fös. 14.mar.2008 19.15 Borgarnes, Skallagrímur - Keflavík
Þri. 18.mar.2008 19.15 Keflavík, Keflavík - Fjölnir