ÍR komið 2-0 eftir slæmt tap okkar manna, 94-77
Keflavík er komið 2-0 undir í baráttunni við ÍR undanúrslitaeinvígi liðanna. Von var á spennandi leik eftir skemmtilegan fyrri leik liðanna í Keflavík þar sem ÍRingar tryggðu sér sigur í framlengdum leik. Búist var við að leikurinn yrði erfiður fyrir okkar menn sem virtust þó ekki tilbúnir í leikinn. Næsti leikur liðanna fer fram í Keflavík á föstudaginn og þurfu okkar menn nauðsynlega á sigri að halda til að halda sér inní einvíginu. Nú er ekkert annað að gera en að fylla húsið á föstudaginn og ná fram hefndum.
Stuðningsmenn okkar fjölmenntu og stóðu sig með prýði og eiga þakkir skilið.
Heimamenn komust í 4-0 og 11-4 en Tommy skoraði fyrstu 4. stig Keflavíkur í leiknum. Keflavík náði að minnka forustuna niður í 2. stig, 26-24 en aftur kom slæmur kafli hjá okkar mönnum. Vörnin var mjög döpur og ÍR breytti stöðunni í 45-34 á stuttu tíma. Staðan í hálfleik er 51-37 fyrir heimamenn.
Ekki lagaðist staðan í seinni hálfleik því ÍR náði 20. stiga forustu 57-37 og 64-46. Sá munur hélst allt til loka og staðan þegar 5. mín. voru eftir af leiknum 85-65 og 90-73 þegar um 2. mín voru eftir. Lokastaða 94-77.
Stigahæstu menn BA 20.stig og 6.stoðsendingar, Maggi 17.stig, Tommy 14.stig og Siggi 9.stig.