Ísland Smáþjóðsmeistari eftir slagsmálaleik
Ísland varð í dag Smáþjóðameistari eftir að hafa verið dæmdur 2-0 sigur gegn Kýpur í miklum baráttu leik. Undir lok leiksins í stöðunni 78:72 fékk einn leikmaður Kýpur dæmda á sig óíþróttamannslega villu. Á leið sinni út af vellinum gaf hann íslenskum áhorfendum „fingurinn“ og í kjölfarið fór allt á hvolf í íþróttahöllinni. Magnús Þór Gunnarsson var stigahæstur ásamt Brenton og Páll Axel með 13 stig þegar leikurinn var flautaðu af.
Íslenska landsliðið fékk lögreglufylgd út úr keppnishöllinni í Mónakó en íslenski hópurinn fer í kvöld áleiðis til Mílanó á Ítalíu þaðan sem flogið er heim. Ísland varð síðast meistari á mótinu árið 1993 og verður árangurinn að teljast frábært framtak.