Íslandsm. 3.umf. 11.flokks drengja
Drengirnir í 11.flokki ( 16 ára ) léku nú um helgina þriðju umferð Íslandsmótsins og fór hún fram í umsjón Hauka á Ásvöllum. Drengirnir okkar leika í A-riðli í þessum árgangi og unnu þar tvo leiki og töpuðu tveimur. Mótið í þssum árgangi virðist vera að jafnast út getulega þar sem KR-ingar, sem hafa verið með yfirburðalið, hafa nú þegar tapað tveimur leikjum í vetur og eru ekki að vinna leikina eins stórt og áður. Reyndar voru KR-ingar að fá hæsta og besta leikmann Hauka til sín, og er það ekki til að hjálpa Haukunum eða yngriflokkastarfi félaganna þegar farið er að keppa um leikmenn. Ekki gott. Nær væri að þjálfa sína eigin leikmenn betur, en að vera að sækjast í bestu leikmenn annarra liða úr sama árgangi.
En úrslit og stigaskor helgarinnar hjá drengjunum urðu eftirfarandi:
Keflavík - Fjölnir 76 - 67
Ingimundur 2, Arnar Guðjón 6, Júlíus 5, Sigfús 19, Guðmundur 16, Stefán 8, Lárus 13 og Almar 7.
Keflavík - Breiðablik 60 - 78
Arnar Guðjón 8, Jón Guðmunds. 5, Júlíus 5, Sigfús 15, Guðmundur 6, Stefán 3, Lárus 14 og Almar 4
Keflavík - Haukar 88 - 67
Arnar Guðjón 4, Jón Guðmunds. 2, Júlíus 4, Sigfús 22, Guðmundur 26, Stefán 8, Lárus og Almar 11 hvor.
Keflavík - KR 71 - 84
Ingimundur 1, Jón Guðmunds. 2, Júlíus 6, Sigfús 17, Guðmundur 20, Stefán 4, Lárus 6 og Almar 15.
Þjálfari drengjanna er Michajlo Micic.
Áfram Keflavík