Íslandsmeistarar Keflavíkur árita í Landsbankanum
Íslandsmeistarar Keflavíkur í körfuknattleik kvenna munu árita veggspjöld í útibúi Landsbankans í Keflavík á morgun, föstudag, klukkan 15:00.
Allir sem mæta fá veggspjald af liðinu sem leikmenn félagsins munu árita fyrir gesti og gangandi.
Þeir 50 fyrstu sem mæta í útibúið fá boðsmiða á leik Keflavíkur og ÍR í Iceland Express deild karla en sá leikur fer fram um kvöldið á heimavelli Keflavíkur