Íslandsmeistarar Keflavíkur senda erlendu leikmenn sína heim
Íslandsmeistarar Keflavíkur hafa ákveðið að senda alla erlenda leikmenn sína heim. Stjórn deildarinnar ákvað þetta á fundi í morgun vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Tveir leikmenn hafa verið að mála hjá karlaliðinu, þeir Jesse Pelot-Rosa og Steven Gerrard. Og með kvennaliðinu átti Kesha að spila í vetur. Þau munu því halda af landi brott og liðið verður eingönu skipað íslenskum leikmönnum í vetur.
Það jákvæða er að liðið er ákaflega vel skipað leikmönnum í allar stöður og fá okkar leikmenn því meiri spilatíma. Yngriflokka starf Keflavíkur hefur verið í miklum blóma siðustu ár og munu yngri leikmenn fá meira vægi í liðinu en oft áður.
Síðustu ár hefur verið rætt um að of margir erlendir leikmenn séu að mála hjá liðunum. Nú er því lag fyrir okkar leikmenn að láta ljós sitt skína, því allt bendir til að Iceland Express-deildin verði alíslensk í ár.
Sigurður Ingimundarsson þjálfari karlaliðsins sagði í viðtali við heimasíðuna að honum litist þrátt allt mjög vel á liðið. Framtíðin væri björt og hann hefði fulla trú á sínum strákum í vetur.
Leikmenn karlaliðs
Sverrir Þór Sverrisson leikstjórnandi/bakvörður
Hörður Axel Vilhjálmsson leiksjórnandi/bakvörður
Axel Margeirsson leikstjórnandi/bakvörður
Gunnar Einarsson bakvörður
Gunnar Stefánsson bakvörður
Guðmundur A. Gunnarsson bakvörður
Vilhjálmur Steinarsson bakvörður/framherji
Jón Norðdal Hafsteinsson framherji
Sigfús Árnasson framherji
Þröstur Leó Jóhannsson framherji
Sigurður Gunnar Þorsteinsson miðherji
Almar Guðbrandsson miðherji
Elvar Sigurjónsson miðherji
Bæði lið okkar hömpuðu Íslandsmeistaratitli á síðasta tímabili og kvennaliðið er ný orðið Powerade-bikarmeistari. Við horfum bjartsýn fram á veginn og erum þess fullviss að styrkaraðilar okkar muna árfam styðja við bakið á okkur. Enda má segja að oft hafi verið þörf en nú er nauðsyn. Allir þurfa að standa saman um framtíð Keflavikur. Stuðningsmenn spila þarna líka stórt hlutverk, því með því að mæta á heimaleiki liðsins eru þeir að styðja við bakið á liðinu tekjulega.