Fréttir

Körfubolti | 8. október 2008

Íslandsmót hjá 10. flokk drengja

Fyrsta mót leiktíðarinnar hjá 10.flokk drengja var nú um helgina.  Leikið var í Heiðarskóla í Keflavík. 

Fyrsti leikur hjá strákunum var gegn Skallagrími.  Leikurinn fór frekar rólega af stað en Keflavík leiddi eftir fyrsta leikhluta 13-7.  Sama var uppá teningnum í 2. og 3. leikhluta og jókst munurinn jafnt og þétt, leiddi Keflavík eftir 3. leikhluta með 15 stigum, 47-32.  En í fjórða settu strákarnir í fjórða gír og unnu leikhlutann 27-12. 

Leikur númer tvö á laugardeginum var gegn ÍBV. Ólíkt fyrsta leiknum byrjuðu strákarnir þenna leik af miklum krafti og skoruðu eyjamenn aðeins 2 stig í fyrsta leikhlutanum.  Eyjamenn bitu svo vel frá sér í næstu tveimur leikhlutum og tókst að minnka muninn í 8 stig fyrir lok 3.leikhluta.  En í 4.leikhluta gáfu strákarnir í og unnu að lokum þægilegan 13.stiga sigur.

Fyrsti leikur sunnudagsins var gegn Fjölni.  Fjölnismenn komu grimmir til leiks og leiddu eftir 1.leikhluta 16-9.  Stráknum tókst að minnka muninn fyrir hálfleik í 6 stig, staðan því 35-29 Fjölni í vil.  3.leikhluti var góður og söxuðu strákarnir forskot Fjölnis niður í 1 stig, 46-45 og því mikil spenna fyrir 4.leikhlutann.  Í síðasta leikhlutanum duttu strákarnir í algjöran 3.stiga ham og settu 5 slíkar og gerðu þar með út um leikinn.  Lokatölur 54-63 Keflavík í vil.

Annar leikurinn á sunnudeginum var úrslitaleikurinn í þessu móti, Keflavík – Breiðablik.  Bæði lið taplaus.  Leikurinn var í járnum allan tímann og jafnt á öllum tölum.  Staðan 7-7 eftir 1.leikhluta og 22-26 í hálfleik fyrir Keflavík.  Í 3.leikhluta náði Keflavík mest 8 stiga forustu en Blikar minnkuðu muninn í 2 stig fyrir lok leikhlutans.  Leikurinn var í járnum og skiptust lið á hafa forustuna.  Þegar u.þ.b. 1 mínúta var eftir minnkar Keflavík muninn í 2 stig 55-53 en Blikar áttu síðustu körfur leiksins og höfðu að lokum 6 stiga sigur 59-53. 

Breiðablik eru því sigurvegara þessa fyrst móts en strákarnir sýndu það um helgina að þeir verða í baráttunni um báða titlana sem í boði eru.  Síðasti leikurinn hefði getað fallið báðum megin.  Þeir áhorfendur sem lögðu leið sína í Heiðarskóla fengu svo sannarlega frábæra skemmtum og vilja þjálfari og leikmenn þakka þeim kærlega fyrir.

 

Kv. Elentínus G. Margeirsson