Íslandsmót yngri flokka - síðustu fjölliðamótin um helgina
Um helgina fara síðustu fjölliðamót vetrarins fram þegar 4. og síðasta umferð Íslandsmótsins verður leikin. Fjórir flokkar frá Keflavík mæta til leiks og verða tvö af þessum mótum í Keflavík. Leikið verður um Íslandsmeistaratitil í Minnibolta stúlkna 11.ára og 7. flokki drengja en í 9. flokki kvenna snýst baráttan um að tryggja sér gott sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins sem leikin verða í apríl.
Dagskrá helgarinnar:
10. flokkur drengja leikur í B-riðli í Rimaskóla í Grafarvogi. Drengirnir hröpuðu niður í C-riðil í 3. umferð en rifu sig strax aftur upp í B-riðil þar sem þeir ætla að freista þess að vinna nokkra leiki um helgina. Þetta verða síðustu leikir drengjanna á þessu tímabili þar sem einungis fjögur efstu lið A-riðils komast í undanúrslit Íslandsmótsins.
Leikjadagskrá 10. flokks drengja um helgina má sjá hér.
9. flokkur stúlkna er einn af mörgum stúlknaflokkum félagsins sem eru ósigraðir í vetur. Stelpurnar eru jafnframt nýkrýndir bikarmeistarar. Þær eiga heimavallarréttinn í lokaumferðinni og leika í Heiðarskóla um helgina.
Leikjadagskrá 9. flokks stúlkna um helgina má sjá hér.
7. flokkur drengja leikur í A-riðli í lokaumferðinni líkt og þeir hafa gert í allan vetur.Þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn leik í 3. umferð þá geta þessir drengir unnið öll þessi lið sem leika með þeim í efsta styrkleikaflokki á góðum degi. Mótið fer fram á heimavelli KR í DHL höllinni en þeir drengir hafa aðeins tapað einum leik í vetur og verða því að teljast líklegastir.
Leikjadagskrá 7. flokks drengja um helgina má sjá hér.
Minnibolti 11. ára stúlkna hefur farið á kostum í vetur í A-riðli. Með sama áframhaldi geta þær tryggt sét Íslandsmeistaratitilinn í sínum aldursflokki um helgina en leikið verður á heimavelli í Toyota höllinni.
Leikjadagskrá Minnibolta 11. ára stúlkna um helgina má sjá hér.
Áfram KEFLAVÍK