Íslandsmótið búið hjá 8. flokki drengja.
Körfuboltadrengir Keflavikur í 8. flokki (8.bekkur grunnskólans) léku um helgina þriðju umferð Íslandsmótsins í Smáranum í Kópavogi. Drengirnir duttu niður í b-riðil í annarri umferð og þurftu nauðsynlega að vinna sig upp úr b-riðlinum í þessari umferð til að geta verið með í úrslitakeppni Íslandsmótsins og eiga möguleika á að verða Íslandsmeistarar, en aðeins fimm bestu lið landsins leika þar.
Eftir þrjá sigurleiki á móti ÍR, Stjörnunni og Breiðablik var komið að hreinum úrslitaleik á milli Hauka og okkar, en bæði liðin höfðu sigrað alla sína leiki. Eins og fyrirsögnin gefur til kynna þá tapaðist leikurinn 36-50 eftir að við höfðum leitt 25 – 19 í hálfleik. Þetta þýðir einfaldlega það að síðasta mót vetrarins hefur litla þýðingu annað en það komast upp í A-riðil til þess eins að geta byrjað Íslandsmótið þar næsta keppnistímabil. Allar vonir okkar um Íslandsmeistaratitil þetta keppnistímabilið flognar út í veður og vind. Óskum Haukum til hamingju með árangurinn.
Drulludrasl !