Fréttir

Körfubolti | 12. september 2006

Íslenskur sigur í Sláturhúsinu

Íslenska karlalandsliðið sigraði Luxemburg í 3. leik sínum í B-deild Evrópukeppninnar er þeir lögðu Luxemburg 98-76 í Sláturhúsinu í Keflavík. . Íslenska liðið hóf leikinn með látum og komst snemma í 16-6 og héldu forystunni út leikinn. Staðan í hálfleik var 50-31 fyrir Ísland. Jón Arnór Stéfánsson byrjaði leikinn af miklum krafti en varð fyrir því að mistíga strax í byrjun leiks.  Logi Gunnarsson  og Brenton Birmingham áttu góðan leik en liðið lék nokkuð fasta vörn í leiknum og áttu Luxararar í stökustu vandræðum í sókninni. Alvin Jones, þekktasti leikmaður Lúxemburg, var rekinn af leikvelli í seinni hálfleik fyrir að gefa Helga Magnússyni ljótt olnbogaskot. Brenton var stigahæstur með 24 stig og Logi kom næstur með 23 stig. Magnús Þór Gunnarsson skoraði 8 stig í leiknum.
Næsti leikur liðsins er á laugardag gegn Austurríkismönnum en það er jafnframt síðasti leikur liðsins í þessar leiklotu en hún klárast á næsta ári.
 
Kvennalandsliðið spilar við Noreg í Keflavík kl. 14.00 á laugardaginn og býður Hitaveitan frítt á leikinn.