Ismail með 31 stig og Keflavík í undanúrslit
Keflavík vann í kvöld 1. deildarlið FSU í 8. liða úrslitum bikarkeppni kki og lýsingar, 117-77. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21-16 og í hálfleik 50-37. Strákarnir gáfu svo hressilega í eftir það og kláruðu leiknn með stæl og eru komnir í undanúrslit ásamt Hamar/Selfoss, Grindavík og ÍR. Þar með eru bæði lið Keflavíkur kominn í undanúrslit, því stelpurnar sigruðu Breiðablik í gær.
Ismail átti frábæran leik, skoraði 31 stig og hefur vaxið með hverjum leiknum. Halldór sem átti fínan leik á móti Skallagrím á laugardaginn, spilaði mjög vel í kvöld og var með 17 stig rétt eins og Sebastian. Siguður Þ. og Maggi skorðu 10 stig. Þröstur skoraði 6 stig, Jón Gauti og Jonni 4 stig, Sverrir Þór 3 stig og Arnar Freyr 2 stig. Arnar Freyr meiddist í upphafi leiks og lék aðeins með fyrstu mínutur leiksins.
Undanúrslit fara fram sunnudaginn 28 janúar.