Fréttir

Jaka Brodnik endurnýjar
Karfa: Karlar | 13. maí 2022

Jaka Brodnik endurnýjar

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur endurnýjað samning sinn við Jaka Brodnik og mun hann því taka annað tímabil í búningi Keflavíkur. Mikil ánægja er innan herbúða Keflavíkur með að Jaka hyggist taka slaginn áfram með Keflavík enda féll hann vel inn í liðið og samfélagið í bænum. Á nýliðnu tímabili skilaði Jaka Brodnik 14 stigum og 5,5 fráköstum að meðaltali í leik.

 

Vonir standa til þess að næsta tímabil verði árangursríkt og skemmtilegt hjá Keflavík og sagði Magnús Sverrir Þorsteinsson, nýkjörinn formaður KKDK, að Jaka væri klárlega stórt púsl í þeim efnum. “Við erum sérlega ánægð með að hafa tryggt okkur starfskrafta Jaka áfram. Jaka er auðvitað frábær leikmaður og gefur okkur bæði hæð og mikinn sóknarþunga en það er ekki það eina sem hann færir liðinu. Jaka er léttur og skemmtilegur karakter sem hefur fallið vel inn í samfélagið sem eru ekki síður mikilvægir þættir í því að búa til gott og skemmtilegt körfuboltalið.”

 

Jaka Brodnik sagðist spenntur fyrir komandi tímum í búningi Keflavíkur. “I am honoured and excited to continue the journey in Sunny Kef. Looking forward to play in the Keflavík jersey again, to give my best, have fun and share all the joy with our fans again. Can’t wait for season to start”

 

Myndasafn