Fréttir

Körfubolti | 20. september 2006

Jermain Willams kominn til reynslu

Jermain Willams er til reynslu hjá okkur þessar vikurnar. Jermain var í LSU háskólanum og er alhliðar leikmaður, 201 cm. á hæð og 27 ára gamall. Jermain byrjaði í 32 af 34 leikjum sínum á lokaári sínu í skólanum og var með 6.3 stig, 5 fráköst, 3 stoðsendingar og 2.2 stolna bolta í leik. Jermain kemur til landsins í dag og verður til reynslu næstu vikur.

Næst á dagskrá hjá strákunum er Húsasmiðjumótið sem byrjar á fimmtudag og lýkur á laugardaginn.  30. sept. byrjar Powerade-bikarinn hjá okkur með heimaleik á móti Snæfell eða Tindastóll en liðin eiga eftir að mætast til að fá úr því skorið hverjir mæta okkur.

Danski landsliðsmaðurinn Thomas Soltau kom til landsins í dag og mætti á sína fyrstu æfingu í kvöld.