Jesse Pelot-Rosa á leið til Keflavíkur
Nýr leikmaður er á leið til Keflavíkur en sá heitir Jesse Pelot-Rosa og er 24 ára framherji. Jesse var í Commonwealth háskólanum og var með tæp 11. stig og 7. fráköst á lokaári sinu í skólanum árið 2007. Jesse sem er 195 cm á hæð var á síðasta tímabili með Fajardo á Puerto Rico og var með 11.5 stig og 5 fráköst.
Von er á Jesse til landsins fljótlega.
Keflavík spilar í kvöld við Þór frá Akureyri í Poweradebikarnum og fer leikurinn fram í Toyotahöllinni kl. 19.15.
Jesse var CAA meistari með Commonwelth árið 2007.